KA-menn mættu galvaskir til Eyja í kvöld og mættu þar ÍBV í leik í Olís-deild karla.
Gestirnir tóku strax forystuna í leiknum og gáfu hana aldrei eftir, staðan í hálfleik var 11-17 KA í vil. Eyjamenn náðu sér aldrei almennilega á strik í leiknum hvorki í vörn né sókn fyrir utan um tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Sá kafli dugði til að koma muninum niður í eitt mark með 40 sekúndur eftir. Daði Jónsson leikmaður KA, náði þó að setja eitt mark að lokum með ótrúlegri vippu yfir hin hávaxna Kolbein í marki ÍBV. Lokatölur ÍBV 30 – KA 32. Allt í allt verðskuldaður sigur KA-manna.
Markahæstur í liði ÍBV var Theódór Sigurbjörnsson með 7 mörk. Aðrir markaskorararar voru Kristján Örn Kristjánsson – 6, Sigurbergur Sveinsson – 5, Kári Kristján Kristjánsson – 3, Dagur Arnarsson – 3, Fannar Þór Friðgeirsson – 2, Elliði Snær Viðarsson – 1, Daníel Örn Griffin – 1, Hákon Daði Styrmisson – 1 og Grétar Þór Eyþórsson – 1.
Í markinu varði Kolbeinn Aron Ingibjargarson 8 skot og Björn Viðar Björnsson 4.
Eftir níu umferðir standa því fjórfaldir meistarar ÍBV í níunda til tíunda sæti ásamt Gróttu með sex stig, aðeins einu stigi frá falli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst