Frábær Þrettándahátíð að baki
DSC 5105
Jólasveinarnir gera sér ferð úr fjöllunum á þrettándann.

Þá er frábær Þrettándahátíð að baki með þéttskipaðri dagskrá.

Dagskrá þrettándans hófst á fimmtudegi með myndlistasýningu og Eyjakvöld á Kaffi Kró.
Grímuball Eyverja var svo á sínum stað á föstudaginn þar sem um 300 grímuklæddir krakkar voru mættir.

Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka fór svo fram um kvöldið. Þar sameinuðus að vanda menn, álfar, tröll, jólasveinar og hinar ýmsu kynjaverur og kvöddu jólin með stæl.

Á laugardaginn fór svo fram tröllagleði í íþróttahúsinu þar sem börn fengu að prufa hinar ýmsu íþróttagreinar og tæki. Þá fór einnig fram jólaratleikur Sagnheima á sama tíma.

Hátíðinn var svo lokað með helgistund í Stafkirkjunni á sunnudaginn þar sem sr. Guðmundur Örn predikaði og Tríó Þóris Ólafssonar sá um tónlistina.

Allt var þetta vel sótt af Eyjamönnum og gestum og að sjálfsögðu var okkar maður Óskar Pétur á staðnum og myndaði herlegheitin.

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.