Brynjólfur VE gerir það gott á fiskitrolli og var næstaflahæstur tollbáta á landinu í desember og er líka í öðru sæti sem stendur í janúar.
Eftir að humarveiðum lauk í september var ákveðið að prófa að gera Brynjólf út til botnfiskveiða með tveimur fótreipstrollum. Það hefur aldeilis skilað lukkast vel.
Samkvæmt vefnum aflafrettir.is var Steinunn SF-10 aflahæsti trollbátur landsins í desember 2018 með 289 tonn. Í öðru sæti varð Brynjólfur með 271 tonn.
Þegar janúar 2019 er nú liðinn að tveimur þriðju hlutum er Sigurborg SH-12 aflahæst trollbáta með 93 tonn og Brynjólfur VE kemur næstur með 74 tonn.
Óhætt er því að segja að áhöfnin á Brynjólfi hafi fiskað vel. Árangur hennar vekur verðskuldaða athygli meðal þeirra sem fylgjast með í þessum geira sjávarútvegsins!
Heildarafli Brynjólfs VE frá því í október er um 930 tonn, þar af var landað liðlega 60 tonnum úr skipinu um nýliðna helgi.

Drangavík er einnig á fiskitrolli og notar eitt bobbingatroll. Afli Drangavíkur hefur verið mjög góður á sama tímabili (frá í október 2018), þrátt fyrir að skipið hafi verið frá veiðum í rúman mánuð, þegar það var í slipp frá miðjum nóvember fram í miðjan desember.
Heildarafli Drangavíkur er um 530 tonn frá því í októberbyrjun.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.