Tónlistamaðurinn Júníus Meyvant stendur í stórræðum þessa daga en nýjasta plata hans „Across the borders” kom út nú á dögunum.

„Ég hef fengið mjōg góðar viðtōkur við plōtunni. Góða dóma og góða umfjōllun á hinum þessum miðlum,” sagði Unnar Gísli Sigurmundsson, maðurinn á bakvið Júníus, í spjalli við Eyjafréttir og bætti við. „Hef ekki enn fengið lōðrung.”

Platan er aðgengileg á öllum helstu tónlistarveitum og fæst einnig á vínyl og geisladisk t.d. í vefverslun Record Records.

Júníus Meyvant fylgir plötunni eftir með röð tónleika um allan heim. Hann hefur þó leikinn á okkar ylhýra í Bæjarbíó, í Hafnarfirði, í dag og á morgun fimmtudag. Á föstudag og laugardag leikur hann svo á heimavelli með tónleika í Alþýðuhúsinu.
„Fólk má búast við Gargi lúðra blæstri hvísli og organiskum syntha tónum. Ég hlakka mikið til að spila nýtt efni fyrir heimamenn með hjálp mikilla tónmeistara,” sagði Unnar Gísli um tónleikana í Eyjum.

Enn eru örfáir miðar í boði á föstudagskvöldið en uppselt er á laugardag. Það er því ennþá tækifæri að sjá þennan skemmtilega tónlistarmann á sviði á litlum og einlægum tónleikum áður en hann sigrar heiminn.

fös01feb20:30Ekki missa af þessu!Alþýðuhúsið: Júníus Meyvant (Aukatónleikar)20:30 Alþýðuhúsið:::Tónleikar

lau02feb20:30Ekki missa af þessu!Alþýðuhúsið: Júníus Meyvant - UPPSELT20:30 Alþýðuhúsið:::Tónleikar