Eyjar.net óskaði á dögunum eftir gögnum frá Vegagerðinni er varða sundurliðun á siglingum Herjólfs. Þ.e. í hvaða höfn ferjan sigldi og hverjar séu mögulegar ástæður frátafar.
Vegagerðin stillir tímabilunum þannig upp nú – að hvert tímabil nær frá 1. apríl hvers árs til 31. mars næsta árs. Er þetta gert svo veturinn sé í heild sinni á sama tímabili.
Hér að neðan má sjá frátafirnar undanfarin misseri og mögulegar ástæður frátafar eru tíundaðar þar fyrir neðan. merkilegt er að sjá fram að frá 1. apríl og fram til síðustu áramóta var einungis ófært 3 daga til Landeyjahafnar vegna dýpis, eða í 5% tilvika. Á sama tímabili skrifast 38% frátafa á ölduhæð og/eða vind, en þá voru sigldir 58 dagar til Þorlákshafnar.
Í ljósi sögunnar
Í skýrslu stýrihóps um hafnargerð í Bakkafjöru sem höfð var að leiðarljósi við ákvarðanatöku um byggingu ferjuhafnar í Bakkafjöru sagði m.a.:
„Siglingastofnun hefur lokið öllum nauðsynlegum frumrannsóknum í Bakkafjöru. Niðurstöður þeirra eru í einu og öllu jákvæðar og styðja fyrri niðurstöður. Mögulegt er að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru og verða frátafir í rekstri vegna veðurs og ölduhæðar um 3,5% tímans og þar af yfir vetrarmánuðina frá nóvember til mars 7–12%. Náttúrufarslegar aðstæður við Bakkafjöruhöfn eru þannig, að dýpi við innsiglingu í höfnina fer aldrei undir ákveðin mörk. Sanddæling vegna viðhalds hafnarinnar verður ekki vandamál og ekki meiri en eðlilegt getur talist.“
Ljóst er að þessi viðmið fara víðsfjarri þeim raunveruleika sem við blasir í tölum um nýtingu hafnarinnar.
https://eyjar.net/619-milljonir-i-landeyjahofn-i-fyrra/
https://eyjar.net/fundad-um-samgongur-i-kvold/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst