Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði.
Á Suðurlandi verður vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum og tekur viðvörunin gildi á morgun, 31. janúar kl. 12:00 og gildir hún til kl. 19:00.
Í viðvörunartexta fyrir Suðurland segir: Gengur í vestan 15-23 með dimmum éljum. Erfið aksturskilyrði og færð getur spillst.
Suðvestan 8-18 m/s og éljagangur, hvassast í éljahryðjum. Hægari um tíma í fyrramálið en vestan 15-23 með dimmum éljum eftir hádegi á morgun og fram á kvöld. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 30.01.2024 09:39. Gildir til: 01.02.2024 00:00.
Á fimmtudag:
Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hlýnandi, hiti 0 til 6 stig síðdegis. Hægari um kvöldið og allvíða rigning eða slydda undir miðnætti.
Á föstudag:
Gengur í suðvestan 15-25 og kólnar með éljum, en styttir upp á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 7 stig síðdegis.
Á laugardag:
Snýst í norðan og norðvestan 5-15 m/s, en suðvestan 15-23 sunnantil fram eftir degi. Víða él og frost 0 til 9 stig.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst