Ölduspáin lítur vel út til dýpkunar í Landeyjahöfn næstu dagana og raunar alveg fram að næstu helgi. Norðlægar áttir eru í kortunum og er gert ráð fyrir að ölduhæð fari niður í 0.5 metra við Landeyjahöfn, þegar best lætur. Það ætti því að vera hægt að dæla töluvert af sandi af siglingaleið Herjólfs út vikuna.
Í nýrri spá Veðurstofunnar fyrir Suðurland segir: Hæg norðaustan- og austanátt og bjartviðri, en 5-13 m/s í kvöld og þykknar upp með éljum. Frost 2 til 13 stig. Norðaustan 10-18 á morgun og úrkomulítið, en líkur á snjókomu við ströndina. Dregur úr vindi síðdegis og léttir til.
Á þriðjudag:
Norðvestan og norðan 8-15 m/s og snjókoma eða él, en lengst af úrkomulítið sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig.
Á miðvikudag:
Norðan 8-15 og él, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Norðan og norðvestan 5-13 og dálítil él, en yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Frost 3 til 15 stig.
Á föstudag:
Breytileg átt og él á víð og dreif. Áfram kalt í veðri.
Á laugardag:
Suðaustanátt og snjókoma með köflum, en úrkomulítið norðaustantil. Dregur úr frosti.
Spá gerð: 04.02.2024 08:41. Gildir til: 11.02.2024 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst