Það hefur verið góð veiði á botnfisk bæði hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni. Einnig er verið að veiða Kolmuna í færeyskri lögsögu og hefst svo makrílvertíð í júli.
„Það verður einn kolmunnatúr í færeysku lögsöguna um næstu mánaðarmót og svo er bara makrílvertíð sem byrjar í júlí hjá Heimaey og Sigurði,“ sagði Eyþór Harðason útgerðastjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir og sagði einnig að bolfiskskipin væru búin að vera að veiðum, „þau halda uppi vinnslu í frystihúsunum okkar í Eyjum og á Þórshöfn,“ sagði Eyþór.
Veiðin undanfarnar vikur hefur verið nokkuð góð
Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði að það væri búið að vera mikið að gera í vinnslu á botnfiski. „Unnum til dæmis alla síðustu helgi í flatningu og söltun. Veiðin undanfarnar vikur hefur verið nokkuð góð. Það hefur skilað sér í mikilli vinnu en nú er dottið í langþráð páskarfrí þar sem við hlöðum batteríin næstu daga. Eftir Páskana tekur svo við hefðbundin bolfiskvinnsla sem verður þó ekki með sama krafti og undanfarnar vikur en einnig fer Brynjólfur á humar og Kap II á grálúðunet,“ sagði Sindi.
“Auðvitað er loðnubresturinn mikill skellur fyrir alla en um síðustu helgi héldu Kap og Ísleifur á kolmunnamiðin suður af Færeyjum og vonumst við til að þau komi hérna fljótlega eftir páska til löndunar. Eftir kolmunna tekur svo við einhver bið eftir makríl sem verður líklega um mánaðarmótin júní/júlí,“ sagði Sindri að endingu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.