Hin nýja Vestmannaey sem er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi var sjósett í gær. Sjósetningin átti sér stað með nokkuð óvenjulegum hætti og lýsir Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri Bergs-Hugins henni svo: „Skipið var dregið út úr húsi í gær og því síðan komið fyrir á pramma. Pramminn var síðan dregin út á flóa og þar er honum sökkt undan skipinu þar til það flýtur. Byrjað var að dæla sjó í prammann klukkan fimm í morgun og Vestmannaey flaut akkúrat klukkan 10.54 þannig að þetta tók töluverðan tíma. Skipið er glæsilegt á floti og allir afar ánægðir með vel unnið verk. Ráðgert er að vélar skipsins verði gangsettar 5. eða 7. maí. Hinn 6. maí er mánudagur og það kemur ekki til greina að gangsetja vélarnar á mánudegi,“ segir Guðmundur.
Guðmundur segir að ráðgert sé að afhending skipsins fari fram 2. júlí nk.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.