Engin breyting á gjaldskrá Herjólfs
biladekk_nyr_herj
Keyrt frá borði. Eyjar.net/TMS

„Verðskráin hefur ekkert breyst og stærð á bílum sú sama og áður.“ Þetta segir í svari Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. við fyrirspurn Eyjar.net um hvort búið sé að hækka verðskrá ferjunnar.

Forsaga málsins er sú að verið var að taka upp nýtt bókunarkerfi hjá Herjólfi og þar virðast bara allra minnstu bílarnir falla undir fólksbíla-verðið. Þrír viðmælendur Eyjar.net höfðu lent í að þurfa að borga hærra verð fyrir bílinn en áður tíðkaðist.

Hörður Orri hafði einnig fengið slíka fyrirspurn og segir hann að greinilega þurfi að skoða hvað sé að valda þessum ruglingi. „Þetta er einhver misskilngur greinilega.“

https://eyjar.net/enn-verid-ad-misnota-afslatt/

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.