Í gær var fyrri umræða um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 á fundi bæjarstjórnar. Eyjar.net mun rýna í tölurnar í reikningnum í dag og næstu daga til upplýsinga fyrir skattgreiðendur í Eyjum.
Töluverður viðsnúningur er á rekstri bæjarins en A og B hluti skilaði 560 milljóna afgangi borið saman við 26 milljóna afgang árið 2022. Viðsnúningurinn kemur að miklu leyti til af bættri niðurstöðu fjármagnstekna og -gjalda en töluvert tap var á þeim lið árið 2022 ásamt aukinni skattheimtu útsvars, innheimtu fasteignaskatta og aukinna tekna frá B hluta bæjarsjóðs.
Innheimt útsvar og fasteignaskattar hækkuðu um 10% frá árinu áður, framlög úr jöfnunarsjóði hækkuðu um tæpar 200 milljónir og aðrar tekjur, sem að mestu koma frá B hluta bæjarsjóðs, hækkuðu um 552 milljónir frá árinu áður. Heildarhækkun skatta, framlaga úr jöfnunarsjóði og tekna B hluta frá árinu áður nam um 1,1 milljarði.
Handbært fé og skammtímafjárfestingar A og B hluta námu 1,8 milljörðum í árslok og skuldir við lánastofnanir tæpum 200 milljónum. Lífeyrisskuldbinding nam í árslok 4,8 milljörðum.
https://eyjar.net/564-milljona-hagnadur-baejarins/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst