Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í vikunni skipaði bæjarstjórn í aðal- og varastjórn Herjólfs ohf. Fram kemur í fundargerð að bæjarstjórn hafi ákveðið að skipa neðangreinda einstaklinga í stjórn Herjólfs ohf.
Aðalmenn: Páll Scheving, formaður, Guðlaugur Friðþórsson, Agnes Einarsdóttir, Helga Kristín Kolbeins og Sigurbergur Ármannsson. Varamenn: Rannveig Ísfjörð og Sæunn Magnúsdóttir.
Var ofangreint samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa og var bæjarstjóra falið að leggja ofangreinda aðila til í framboði til stjórnar á aðalfundi Herjólfs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst