Loðin svör Orkustofnunar til Eyjamanna
veitur_hs
Mikið hefur verið fjallað um hækkun á húshitunarkostnaði í Vestmannaeyjum undanfarna mánuði enda hækkuðu HS Veitur gjaldskrá sína um 33% á einungis fjórum mánuðum. Eyjar.net/TMS
Orkustofnun leggur áherslu á að byggja upp og miðla þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orku-, auðlinda-, og loftslagsmála. Þannig getur stofnunin stuðlað að upplýstri umræðu og verið leiðandi í opinberri umræðu um þessi málefni. Markmiðið er að auka skilning á orkumálum og skapa traust milli almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og stjórnvalda. 

Ofangreindan texta má finna á heimasíðu Orkustofnunar. Þar segir jafnframt að Orkustofnun framtíðarinnar sé framsýn, traust og skilvirk stofnun sem leggur áherslu á fagmennsku, frumkvæði og samvinnu í störfum sínum. 

Ráðherra ákvarðandi stjórnvald í málinu

Eyjar.net sendi stofnuninni spurningar er varða samþykki Orkustofnunar á síðustu hækkunum HS Veitna á heimili í Vestmannaeyjum. 

Í svari frá  Heimi Tryggvasyni, sérfræðingi hitaveitna og beinnar nýtingar jarðhita segir að staðfesting gjaldskrár hitaveitna heyri undir ákvæði orkulaga og er ráðherra umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins ákvarðandi stjórnvald í málinu. Orkustofnun hefur því vísað þeim hluta fyrirspurnarinnar sem snýr að aðgengi að gögnum er varða gjaldskrárákvarðanir, til viðkomandi ráðuneytis. 

Orkustofnun ekki ákvarðandi stjórnvald 

Af þeim spurningum sem Orkustofnun svaraði var óskað eftir afstöðu Orkustofnunar á því að veitufyrirtæki noti virðisrýrnunarpróf á eignir veitustarfsemi sem veldur hækkun eigin fjár og þar af leiðandi hækkun gjaldskrár.

Endurmat rekstrarfjármuna fyrirtækja vegna reksturs hitaveitu fer eftir almennum bókhaldsreglum. Orkustofnun hefur engar forsendur til að taka sérstaka afstöðu vegna þessa. Að öðru leyti má segja að ekki verði séð að hækkun eiginfjár leiði sjálfkrafa til hækkunar gjaldskrár.

Í kjölfarið var spurt hvaða forsendur þurfi að eiga sér stað til að Orkustofnun hafi afstöðu til þess að taka ákvörðun um að láta kanna forsendur gjaldskrár.

Eins og fram kom í fyrra svari er Orkustofnun ekki ákvarðandi stjórnvald við samþykki gjaldskráa hitaveitna. Forsendur fyrir breytingum á gjaldskrám hitaveitna eru alltaf kannaðar við beiðni um staðfestingu ráðherra á þeim, óháð því hver breytingin er.

Þá var spurt um afstöðu Orkustofnunar til þess að láta óháðan aðila kanna forsendur gjaldskrár HS Veitna í ljósi þess að lítið traust virðist vera meðal bæjarbúa í Vestmannaeyjum til félagsins.  

Orkustofnun hefur ekki forsendur til að taka sérstaka afstöðu til þessarar tillögu.

Eyjar.net hefur nú þegar sent fyrirspurnir vegna málsins í umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið. 

https://eyjar.net/vonbrigdi-hvernig-ibuum-thessa-lands-er-mismunad/

https://eyjar.net/hs-veitur-hafa-haekkad-eigid-fe-handvirkt-um-64-milljarda/

https://eyjar.net/kalda-vatnid-468-dyrara-i-eyjum/

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.