Vonast til að geta opnað í apríl
Kirkjugerdi_vidbygging_20240401_165546_min
Um er að ræða hús sem er 81 m² og er viðbót við leikskólann Kirkjugerði. Eyjafréttir/Eyjar.net:TMS

81 m² skóladeild við leikskólann Kirkjugerði er nú komin niður á lóð leikskólans. Að sögn Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar virðast því miður alltaf verða einhverjar tafir við svona framkvæmdir.

„Við vonumst til að geta opnað deildina síðar í þessum mánuði. Rafvirki er að leggja rafmagnið í húsnæðið og það á eftir að laga smáhluti innandyra. Einnig eru framkvæmdir utandyra langt komnar. Leikskólastjóri er búin að manna deildina og löngu búið að kaupa inn húsgögn og fleira. Markmið er að taka inn á nýju deildina allt að 20 börn.“

Varðandi kostnaðinn segir Jón að ekki sé tímabært að gefa hann upp því eins og fram hefur komið er ýmislegt óklárað.

Í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráð Vestmannaeyja í haust var framkvæmdakostnaður áætlaður um 39 milljónir. Innifalið í því eru þrjár gámaeiningar, flutningur á gámaeiningum, vinna við að setja einingarnar saman, jarðvinna, tenging lagna (neysluvatn, hiti og rafmagn) og frágangur að einingunum.

Samanlagður framkvæmda og stofnkostnaður er áætlaður um 45 milljónir, sagði m.a. í minnisblaðinu.

https://eyjar.net/ny-deild-byggd-vid-kirkjugerdi/

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.