Uppsjávarskip Ísfélagsins halda brátt til veiða. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðastjóra Ísfélagsins fara Heimaey og Sigurður á kolmunnaveiðar um eða eftir helgi.
Aðspurður um veiðisvæðið segir hann að það verði væntanlega sunnan við Færeyjar eins og venjan er um þennan árstíma, en siglingin frá Eyjum tekur um 30 tíma á miðin.
„Við reiknum með tveimur kolmunnatúrum á skip í þessari lotu, þar sem við erum að fara í slipp með skipin í maí.“ segir útgerðarstjóri Ísfélagsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst