Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier og Elke Büdenbender forsetafrú, forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetafrú, ásamt fylgdarliði, komu í heimsókn til Vestmannaeyja í gær.
Um var að ræða hluta af opinberri heimsókn þýska forsetans til Íslands. Forsetahjónin heimsóttu meðal annars sjóvarmadælustöðina, Breka VE-61, borðuðu hádegismat á Slippnum, kíktu á stúlkurnar á TM mótinu í knattspyrnu og gengu einnig á Eldfell. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, bauð sendinefndinni til móttöku í Eldheimum til heiðurs forsetahjónunum. Virkilega vel heppnuð heimsókn og forsetahjónin afar ánægð með heimsóknina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst