Nú er nýja ferjan loksins loksins að sigla til hafnar. Allir eru mjög spenntir enda samgöngur eitt það allra mikilvægasta fyrir okkar eyjasamfélag. Nýrri ferju fylgja ný tækifæri sem er kannski erfitt að átta sig á að fullu fyrr en hún verður farinn að sanna gildi sitt. Nú þegar hefur ný siglingaráætlun og aukin þjónusta sannað gildi sitt. En hverju eigum við von á? Hvar liggja tækifærin?
Tækifæri til frekari sóknar
Að hafa gamla Herjólf staðsettan í Vestmannaeyjum býður uppá ákveðin tækifæri bæði varðandi farþegaflutninga yfir háannatímann og ákveðna möguleika varðandi vöruflutninga, svo að ekki sé minnst á betri áreiðanleika varðandi varaferju.
Hvað mun lagast?
Aukin tíðni ferða
Að byrja fyrr að sigla á morgnanna og seinna á kvöldin býður uppá fleiri möguleika fyrir atvinnulífið, ekki síst ferðaþjónustuna, íþróttalífið og aukin tíðni ferða þýðir auðvitað aukin lífsgæði fyrir heimamenn.
Meira pláss fyrir bíla
Að koma fleiri einkabílum og gámum í hverja ferð er augljóslega jákvætt.
Sæti fyrir alla
Betri sæti, nýjasta tækni í öllum búnaði þýðir auðvitað meiri þægindi þegar ferðast er með ferjunni.
Sama verð í báðar hafnir
Ekki er langt síðan að það hafðist í gegn að greitt er Landeyjarhafnargjald fyrir farþegar þegar siglt er til Þorlákshafnar. Það er gríðarlega stórt hagsmunamál fyrir heimamenn og er eitt skref í rétta átt.
Meiri sveigjanleiki ferða
Nú þegar hefur það sýnt sig að það er hægt að bregðast hraðar við varðandi sveigjanleika ferða, vonandi verður framhald á því, sem þýðir enn meiri þjónusta fyrir notendur ferjunnar.
Baráttan heldur áfram
Tíðari ferðir, meiri áreiðanleiki til Landeyjarhafnar, fleiri bílar um borð eru allt skref í rétta átt. Á meðan fast vegsamband er ekki til staðar verður krafan um bættar samgöngur alltaf til staðar. Nýr Herjólfur mun því eðlilega ekki þýða einhver endapunktur nema síður sé, nýr Herjólfur er einfaldlega skref í samgöngusögu Vestmanneyja. Við siglum nú inn í nýja og spennandi tíma.
Til hamingju Eyjamenn með nýja Vestmannaeyjaferju!
Trausti Hjaltason.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.