Eyjar.net sendir lesendum óskir um gleðilegt sumar. Veturinn sem nú kveður var sá kaldasti í aldarfjórðung á Íslandi.
Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að í tilefni af sumardeginum fyrsta bjóði Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima.
Opið er í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00.
Bæjarlistamaður Vestmannaeyja útnefndur
Þá verður tilkynnt um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2024 í Eldheimum í dag, á sumardaginn fyrsta kl. 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið.
Skólalúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög. Nemendur úr 7. bekk GRV sem taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lesa ljóð.
Öll velkomin, segir í tlkynningu bæjaryfirvalda.
Íþróttaviðburðir í Eyjum
Athygli er vakin á að nóg er um að vera í íþróttalífinu í dag. Meistarflokkur karla í fótbolta spilar bikarleik við Grindavík kl. 14:00 og meistaraflokkur karla í handboltanum tekur á móti FH í öðrum leik í undanúrslitum og hefst sá leikur kl. 17:00 og eru bæjarbúar hvattir til að fjölmenna á þessa leiki.
Gleðilegt sumar!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst