Sveitir Taflfélags Vestmannaeyja ná góðum árangri á íslandsmóti skákfélaga

Helgina 4.-6. október sl.  fór fram fyrrihluti Íslandsmóts skákfélaga 2019-2020 í Rimaskóla í Reykjavík.  Taflfélag Vestmannaeyja sendi þrjú lið á mótið,  þar af eina  sveit í 2. deild og tvær sveitir í 4. deild.  Í fyrra var TV með tvær sveitir,  eina í 3ju deild sem vann sig upp í 2. deild  og eina í 4. deild.  Í ljósi góðs árangurs á síðasta móti bætti TV  við  nýrri sveit og fara nýjar sveitir sjálfkrafa í 4. deild.   Heildarfjöldi keppenda á mótinu er 300-400 manns, en tefldar voru fjórar umferðir um helgina.

Í hverri  sveit hjá TV eru sex menn, en mikið reynir á varamenn og tóku alls 30 félagar í TV  þátt í mótinu.   Að loknum fjórum umferðum af sjö í 2. deild er  sveit TV er í 2.-3. sæti ásamt b) sveit Akureyrar,  en átta lið eru í deildinni.

Í 4. deild er önnur sveit TV  í 2. sæti og hin í 5. sæti af 16 liðum í 4. deild.    Bestum árangri  á mótinu hjá TV í 4. deild náði  Hallgrímur Steinsson 3,5 vinn. í 4 skákum,  Sigurður Arnar Magnússon 3 vinn., fullt hús, Alexander Gautason 3 af 4 og Andri Hrólfsson 2,5 af 3 og Lúðvík Bergvinnson 2 vinn. í tveimur skákum.  Í 2. deild náðu bestum árangri Þorsteinn Þorsteinsson  liðstjóri 3 af 4,  Örn Leó Jóhannsson 2,5 af 3 og Páll Andrason 3 af 4.  Þeir þrír síðast töldu eru nýir liðsmenn, en þegar TV fór upp í 2. Deild í vor  þurfti að styrkja liðið á efstu borðum , en  þá var jafnframt ákveðið að vera með tvö lið í 4. deild.  Að sögn Arnars Sigurmundssonar form. TV sem jafnframt var liðsstjóri TV  í 4. deild ásamt Ólafi Hermannssyni er  TV menn mjög ánægðir með árangurinn eftir fjórar umferðir,- en síðstu þrjár umferðirnar  fara fram á á Hótel Selfossi  19.-21.mars 2020  og þá ráðast úrslitin á mótinu í heild.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.