Göngumessa er orðin fastur liður á Goslokahátíð. Var hún vel sótt að þessu sinni enda skörtuðu Eyjarnar sínu fegursta. Gengið var frá Landakirkju í gíg Eldfells. Þar var helgistund sem sér Viðar Stefánsson stýrði. Að henni lokinni var gengið að Stafkirkjunni á Skansinum þar sem heit súpa og kaffi beið göngugarpanna. Þess má geta að vatnið í kaffið kom úr vatnsskiljum Vinnslustöðvarinnar og smakkaðist kaffið vel.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst