Sigurbjörg ÁR-67 lögð af stað

Sigurbjörg ÁR-67, nýtt skip Ísfélagsins lagði úr höfn fyrir stundu. Fyrsti áfanginn er að skipið leggst fyrir akkeri og bíður þess að fá afgreidda olíu. Þegar því er lokið hefst heimferðin sem, ef allt gengur að óskum, tekur um tvær vikur. Í áhöfn er níu íslenskir skipverjar og tveir tyrkneskir tæknimenn munu sigla með skipinu í gegnum Dardanellsund en fara þar frá borði. Skipstjóri á Sigurbjörgu er Sigvaldi Páll Þorleifsson og yfirvélstjóri er Þorfinnur Hjaltason. Við óskum áhöfninni góðrar ferðar yfir höfin.

Þetta kom fram á Facbooksíðu félagsins rétt í þessu. Sigurbjörg ÁR 67, var sjósett 22. ágúst á síðasta ári hjá Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbul í Tyrklandi. Skipið er ísfisktogari og er mesta lengd skipsins 48,1 m og breidd þess er 14 m. Ólafur Helgi, aðstoðarforstjóri, var staddur í Istanbúl, við sjósetninguna í dag og sagði hann allt hafa gengið eins og í sögu.

 

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.