Komin heim þegar við fluttum til Eyja
15. júlí, 2024
Svava og Stefán með börnin á góðri stund á Siglufirði: Birgir, Stefán, Svava, Kolbrún Inga, Hrafnhildur, Gunnar Þór og Hilmar.

Svava féll fyrir Vestmannaeyjum – Sjómannskona í hótelrekstri:

Svava Gunnarsdóttir og Stefán Birgisson hafa búið í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Þau koma frá Siglufirði og byrjuðu búskap fyrir norðan. Þrjú af börnum þeirra eru fædd á Siglufirði en tvö þau yngstu í Vestmannaeyjum. Eftir heimsókn árið 1990 var ákveðið að flytja til Eyja og sjá þau ekki eftir því. Hann kláraði Stýrimannaskólann og var á sjónum á meðan hún sinnti börnum og búi. Bættu aðeins við sig þegar þau keyptu heilt hótel sem í dag er stóra verkefnið þeirra.

„Ég kom hingað á vertíð 1977 og var í Ísfélaginu í hálft ár.  Við Stebbi vorum búin að vera kæró áður en ég fór til Eyja. Eitthvað hefur hann átt í hjarta mínu því sama dag og ég kom heim til Siglufjarðar, fimmtudaginn 11.  ágúst 1977 byrjuðum við saman og erum enn,“ segir Siglfirðingurinn, Eyjakonan, sjómannskonan og hótelrekandinn Svava í stuttu spjalli við Eyjafréttir.

Þau búa á Siglufirði í 13 ár og  flytja til Vestmannaeyja árið 1990 eftir stutta heimsókn. „Þá var Stebbi að pæla í að fara í Stýrimannaskólann. Systir mín bjó hérna og við ætluðum að vera hjá henni í viku en það varð mánuður. Og við með þrjú börn. Í heimsókninni langaði Stebba að fara á sjó í Eyjum og var svo heppinn að komast túr á Katrínu VE með þeim feðgum, Gísla Sigmarssyni og Sigmari. Þegar hann kom í land keyrði hann okkur heim til Siglufjarðar, aftur til Eyja og við öll til baka mánuði seinna.“

Eyjarnar heilluðu

Stefán útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum vorið 1993 og stundaði sjóinn þar til hann hætti fyrir tveimur árum.  „Við ætluðum alltaf heim eftir tvö til þrjú ár en hér erum við enn og líkar mjög vel,“ segir Svava og þá var Siglufjörður heima.

„Það er margt líkt með Siglufirði og Vestmannaeyjum sem er stærri bær, meiri umsvif og meira um að vera. Það heillaði. Maður hugsaði líka til þess að hér er framhaldsskóli og ekki þurfti að senda krakkana í burtu eftir grunnskóla. Fannst bara, að þegar ég kom til Eyja, að ég væri komin heim. Hér taka allir svo vel á móti manni sem er ómetanlegt. Næst tók við þetta hefðbundna líf, Stebbi á sjónum og ég heima með börnin sem fjölgaði úr þremur í fimm,“ segir Svava og börnin eru Birgir, Hilmar, Kolbrún Inga, Gunnar Þór og Hrafnhildur.

Leist ekkert á blikuna

Næst víkjum við að örlaga árinu 2011 þegar fjölskyldan kaupir Hótel Hamar. „Það var ekki ég sem keypti hótelið. Því var fjarstýrt frá Kína þar sem Birgir sonur okkar býr með fjölskyldu sinni. Honum og pabba  hans fannst þetta sniðugt en mér ekki,“ segir Svava og hlær. „Stebbi var búinn að skoða Hótel Vestmannaeyjar en ég var ekkert hrifin að fara út í svona rekstur. Verið sjómannskona í öll þessi ár, nánast ein með fimm börn og fannst þetta ekki góð hugmynd.“

Úr varð að þau kaupa Hótel Hamar af Gísla Val Einarssyni sem þá var í mánaðarleigu. Gísli átti einnig Hótel Vestmannaeyjar. „Þetta var um haustið og tveimur mánuðum áður en við skrifuðum undir vorum við byrjuð að leigja út hótelið án þess að ég vissi. Ég var að hengja út þvott þegar Þór Vilhjálms í Vinnslustöðinni kallar til Stebba, gengur þetta ekki upp? Stebbi svarar; Ekkert mál, sendu þá bara í kvöld. Ég sneri mér að Stebba og sagði; er ekki í lagi með þig? Við eigum ekki hótelið en hann sagði þetta í lagi, Gísli var búinn að gefa leyfi.“

Svava  segir, að það að reka hótel sé um flest ólíkt annarri vinnu. Margt komi upp á og oft þurfi að bregðast hratt við. Hún segir álagið mikið en Stefán hafi unnið með henni í öllum inniverum og fríum á meðan hann var á sjónum. „Núna er hann á kafi í þessu með mér og var á fullu með iðnaðarmönnum þegar við endurnýjuðum baðherbergin í vetur og skiptum um glugga og klæddum Ösku í vetur. Gunnar Þór sem var 15 ára þegar við keyptum var ekki sáttur. Hringdi í mig og spurði hvort við gætum ekki haft kvöldmatinn á sama  tíma og áður, klukkan sjö. Ég alltaf á leiðinni heim, ein í vinnu, alltaf bættust við verkefni og maturinn aldrei á réttum tíma.“

Samhent fjölskylda

Í öllum stærri verkum höfum við staðið saman fjölskyldan, Birgir sem hefur búið í Kína í 20 ár og Hilmar láta sig ekki vanta.  Hrafnhildur dóttir okkar byrjaði tólf ára og hefur unnið hjá okkur með skóla öll sumur. Er í dag mín hægri hönd þó henni hafi ekki litist á fyrsta sumarið. Kolbrún Inga hefur verið okkur ómetanleg. Búið erlendis í tólf ár en unnið hjá okkur á sumrin.

Hún kom til okkar í janúar 2016, ófrísk og átti að eiga í maí. Hún fer í morgunmatinn 26. apríl og hringir í mig. Segist vera illt í maganum en ætli að klára morgunmatinn og leggja sig. Mig grunaði annað, náði í hana og upp á spítala. Beint í sjúkraflug til Reykjavíkur og þar fæddist drengur fimm tíu  mínútum seinna. Ekkert gefið eftir,“ segir Svava.

„Sjálf er ég þannig að ef ég tek eitthvað að mér vil ég gera það vel. Alltaf með símann opinn og tilbúin að stökkva þegar eitthvað vantar eða kemur upp á. Er alltaf á vaktinni og verkefnin næg. Við höfum bætt við okkur eignum  á fimm ára fresti, keyptum svefnklefana 2016 og Ösku Hostel  fimm árum seinna. Ég ætla svo að vona að eftir fimm ár verðum við búin að selja og ég komin í frí,“ segir Svava en afraksturinn eru ánægðir viðskiptavinir.

„Mér finnst ég vera að taka á móti gestum inn á mitt heimili. Tek jafn vel á móti fólki sem kemur á hótelið og það væri að koma heim til mín. Við erum að þjónusta þau eins vel og við getum og fáum mikið hrós fyrir. Það gefur mikið og eitt  get ég sagt, það er aldrei leiðinlegt í vinnunni.“

 

Ómar Garðarsson.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst