Þúsundir þjóðhátíðargesta héldu í dag frá Vestmannaeyjum eftir velheppnaða helgi í Herjólfsdal. Í boði voru þrír möguleikar, Herjólfur, flug með Icelandair og sigling með Teistu í Landeyjarhöfn.
Herjólfur fór fyrstu ferð klukkan 2.00 í nótt og var ekki fullt í fyrstu ferðunum en um hádegi var komin biðröð. Tuga metra löng en flestir vel klæddir og sjóaðir eftir fjölbreytt veður helgarinnar. Undir kvöld voru biðlistar að styttast þannig að flestir ættu að komast upp á land í kvöld.
Icelandair áætlaði tíu ferðir til Eyja og var fyrsta vél áætluð klukkan 8.00 í morgun en tafðist til kl. 11.00. Síðan hefur allt gengið að óskum og var tíunda vélin að lenda rétt í þessu.
Gangi allt að óskum ná flestir að komast heim til sín í dag og kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst