Verðum að halda í það litla sem við höfum
:: Opnunartímann styttur í ljósi samdrátts :: Fólk sem betur fer ennþá að lesa
29. ágúst, 2024
Erla Halldórsdóttir, Oktawia Piwowarska og Ingunn Anna Jónsdóttir standa vaktina.

„Það kom út mikið af skemmtilegum bókum núna í vor og sumar og það er búin að vera fín bóksala hérna. Fólk er sem betur fer enn að lesa,“ segir Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson. Skólarnir eru að byrja og skiptibókamarkaðurinn er kominn á fullt en þar er tekið á móti notuðum námsbókum sem kenndar eru samkvæmt námsskrá framhaldsskóla gegn útgáfu inneignarnótu.

„Ef að krakkar koma snemma til mín þá á ég notaða bók í næstum hvert einasta fag, en svo náttúrulega klárast það bara,“ segir Erla en oft bíða nemar fram á síðustu stundu með að útvega sér bækur fyrir önnina.

Bregðast við með breyttum opnunartíma

Aðspurð segist Erla vilja að sumarið hefði gengið betur en í ljósi þess að samdráttur hefur verið  í sölu þá hefur verið ákveðið að bregðast við því og stytta opnunartímann. Frá og með sunnudeginum 25. ágúst verður lokað klukkan fimm alla virka daga og opið ellefu til þrjú á laugardögum.

„Það var þó nokkuð mikið af skemmtiferðaskipum sem sigldu framhjá í sumar en þau skipta mig  miklu máli. Dagur hjá mér er mjög góður þegar við fáum  stór skip en þá er salan góð og mikið líf og fjör. En við ætlum að skoða hvernig gengur í vetur og þá bara aukum við opnunartímann ef við sjáum að það sé allt í lagi,“ segir Erla en leiðindaveður og fækkun farþega í Herjólf spilar líka þátt í samdrættinum. Áður hefur verið greint frá að Herjólfur flutti 75.489 farþega í júlí sem er 14.282 farþegum minna en fluttir voru sama mánuð árið áður.

Breytt umhverfi

Það hefur margt breyst í verslunarumhverfinu síðustu ár. Eymundsson er með netverslun og margir sem nýta sér það. „Fyrirtæki senda mér póst/hringja og ég kem með vörurnar til þeirra. Ef að við ætlum að halda verslunum í Vestmannaeyjum þá er svo mikilvægt að fyrirtæki og Eyjafólk versli við okkur,“ segir Erla sem er þakklát fyrir sína tryggu viðskiptavini. „Mörg fyrirtæki í Eyjum hafa staðið við hlið mér og þeir hjá Pennanum hafa verið mjög skilningsríkir með að láta þetta ganga,“ segir Erla en bætir við að það þurfi að ganga mikið betur en það gerði í sumar.

Væri enginn bær án verslana

„Það er einlæg ósk mín að verslun haldist í Eyjum um ókomna tíð. Bærinn væri frekar litlaus án þeirra,“ segir Erla að endingu.

Salka Sól Örvarsdóttir – salka@eyjafrettir.is

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst