Rekstrarvörudeild Voot færist til Hampiðjan Ísland
30. ágúst, 2024
Bæði fyrirtækin hafa verið með starfsemi sína og vöruhús í höfuðstöðvum Hampiðjunnar við Skarfabakka í Sundahöfn, þannig að breytingin hefur ekki áhrif þjónustu eða dreifingu til viðskiptavina.

Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, Voot ehf., hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað eftir kaup Hampiðjunnar á 68% hlut í fyrirtækinu árið 2017.  Voot hefur byggt upp sterka markaðsstöðu í útgerðar- og rekstrarvörum ásamt því að þróa sjóvinnufatalínuna MarWear og því sem fyrirtækið var upphaflega stofnað til – að útvega beitu til línuveiðiskipa.

Hampiðjan Ísland, sem er dótturfyrirtæki Hampiðjunnar og sinnir íslenska markaðinum með veiðarfæri og rekstrarvörur, hefur einnig sinnt sölu á rekstrarvörum og ýmsum vörum fyrir útgerð og undanfarin ár í mjög nánu samsstarfi við Voot.

Samstarfið hefur verið svo náið að á þessum tímapunkti er skynsamlegt að leggja þessa tvo rekstrarhluta saman til að ná fram frekari hagkvæmni og Voot, áfram undir styrkri stjórn Vignis Óskarssonar, að einbeita starfsemi Voot að beitu og aukaafurðum í sjávarútvegi.

Með tilfærslunni styrkir Hampiðjan Ísland markaðsstöðu sína með því að bjóða upp á fjölbreyttara vöruúrval undir einu merki og auka þannig þjónustu við verktaka og viðskiptavini í sjávarútvegi, landbúnaði, matvælaiðnaði og öðrum atvinnugreinum. Gert ráð fyrir að þessi ráðstöfun muni einnig bæta rekstrarhagkvæmni og draga úr kostnaði.

Sameiningin gerir það kleift að nýta verslunarrými fyrirtækjanna betur. Hampiðjan Ísland hefur rekið verslun í höfuðstöðvum sínum í Skarfagörðum, í Vestmannaeyjum og á Neskaupsstað en Voot hefur haldið úti verslunum á Akureyri og í Ólafsvík. Verslanirnar á Akureyri og í Ólafsvík munu halda áfram að þjónusta nærumhverfi sitt og bjóða upp á sérhæfða vöru og þjónustu, þar á meðal efnavöru og vera umboðs og dreifingaraðili fyrir Olís á Snæfellsnesi.

Bæði fyrirtækin hafa verið með starfsemi sína og vöruhús í höfuðstöðvum Hampiðjunnar við Skarfabakka í Sundahöfn, þannig að breytingin hefur ekki áhrif þjónustu eða dreifingu til viðskiptavina.

Með sameiningunni stefnir Hampiðjan Ísland að því að styrkja verslanirnar um land allt og bjóða upp á fjölbreyttara vöru- og þjónustuframboð og tryggja viðskiptavinum sínum aðgang að hágæða búnaði sem er sérsniðinn að þörfum þeirra.

Hampiðjan er með starfsstöð í Vestmannaeyjum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst