Handbolta-tvenna í dag
Ahorfendur_handb_stemning_fagn_DSC_5614
Stuðningsmenn ÍBV. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Eyjum í dag. Bæði karla og kvenna lið ÍBV leika þá sínu fyrstu heimaleiki. Stelpurnar hefja leik klukkan 17.30 er þær taka á móti Val. Bæði lið sigruðu leiki sína í fyrstu umferð. Valur rúllaði yfir ÍR á heimavelli á meðan ÍBV vann góðan útisigur á Gróttu.

Strákarnir fylgja svo í kjölfarið, er þeir fá Stjörnuna í heimsókn. Stjarnan Sigraði HK í fyrstu umferð á meðan ÍBV gerði jafntefli við Val á útivelli. Flautað verður til leiks í karlaleiknum klukkan 19.45 í kvöld.

Fram kemur í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV að hægt verði að fá pizzur frá Pizza 67 og veigar frá Ölgerðinni milli leikja og þá má benda á að báðir leikirnir verða í beinni á Handboltapassanum.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.