Átti barn 17. júlí og stefnir á EM
Eyjakonurnar og landsliðskonurnar, Sandra og Díana Dögg á landsliðsæfingu í Eyjum.

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­bolta undir stjórn Arnars Péturssonar æfir nú á fullu fyrir Evrópumótið sem fer fram í Aust­ur­ríki, Ung­verjalandi og Sviss í nóv­em­ber og des­em­ber. Er Ísland í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu og verður leikið í Inns­bruck í Aust­ur­ríki. Ísland mæt­ir Hollandi í fyrsta leikn­um 29. nóv­em­ber, Úkraínu í öðrum leik 1. des­em­ber og Þýskalandi í þriðja leik 3. des­em­ber. Tvö efstu liðin kom­ast áfram í mill­iriðil en hin tvö liðin hafa lokið keppni.

Arnrr náði frábærum árangri með karlalið ÍBV í handbolta.

 

Landsliðið er í æfingaferð í Tékklandi þar sem það leikur þrjá leiki, gegn Póllandi, Tékklandi og  tékknesku félagsliði. „Ég er glaður að fá leiki sem við fáum til að þróa okk­ar leik. Þetta eru mik­il­væg­ir und­ir­bún­ings­leik­ir fyr­ir það sem koma skal í lok nóv­em­ber,“ sagði Arnar við mbl.is í morgun. Hann tók við landsliðinu 2019 og hefur það tekið miklum framförum undir hans stjórn.

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Eyjakonuna Söndru Erlingsdóttur sem er einn af máttastólpum og fyrirliðum landsliðsins. Spilar hún með Metz­ingen í Þýskalandi. Sandra eignaðist sitt fyrsta barn 17. júlí en stefnir á EM í haust að því er kemur fram í viðtalinu. Og Eyjamaðurinn Arnar vill fá hana í hópinn.  „Ég vona að þetta gangi vel hjá henni áfram. Ég vona inni­lega að þetta gangi upp og hún verði með okk­ur á EM,“ sagði Arn­ar við mbl.is.

 

Nýjustu fréttir

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.