„Frábær fiskur, stór, góður í flökun, góður í frystingu“
Vsv 24 IMG 6301
Síldinni pakkað í öskjur. Ljósmynd/vsv.is

Síðustu vikur hafa aðallega snúist um veiðar og vinnslu á norsk-íslenskri síld. Sér brátt fyrir endann á þeirri vertíð hjá uppsjávarskipum Vinnslustöðvarinnar, segir í frétt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

Næst er það ​kolmunn​i og íslensk​a sumargotssíld​in

„Núna erum við að ljúka NÍ síldinni.“ segir Sindri Viðarsson spurður um stöðu hans sviðs – uppsjávarsviðsins. Ennfremur segir hann að nú sé verið að vinna afla úr Sighvati Bjarnasyni.

„Síðan er Gullberg að koma með síðasta farminn á þessari vertíð. Þá erum við búnir að taka um 6.500 tonn af NÍ síld. Við erum að flapsa, flaka og heilfrysta þessa síld.“

Hvað framhaldið varðar segir Sindri að næst sé reiknað með að fara í ​íslensku sumargotssíldina í lok október. „Einnig þurfum við að ná í smá ​kolmunna sem við eigum eftir og reiknum með að fara í það í október.“

Jólasíldin í fínu ferli

​Benóný Þórisson, framleiðslustjóri er ánægður með síldina. Spurður um gæðin, stendur ekki á svari. „Mjög góð. Frábær fiskur. Lítil áta. Stór, góður í flökun, góður í frystingu. Góður í alla staði.“

Hefur vinnslan bara gengið smurt fyrir sig? Já, hún er búin að ganga mjög vel svona heilt yfir.

Benóný segir að verið sé að vinna ca. 370-380 tonn á sólarhring í síldinni. „Það fer allt í gegnum vinnsluna, afskurðurinn fer svo í bræðsluna.“

Aðspurður um jólasíldina segir hann að hún sé komin í pækil og er hún að verkast. „Við getum orðað það þannig að hún sé í fínu ferli. Í edik pækli næstu 30 dagana og svo fer hún í dósir.“

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.