Niðurgreiðsla ríkisins hækkar
9. október, 2024
HS_veitur_24_20240226_144125
Starfsstöð HS Veitna í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Niðurgreiðsla ríkisins á vatni frá kyntum hitaveitum hækkar frá og með 1. október og á það við um viðskiptavini HS Veitna í Vestmannaeyjum.

Í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins segir að áskoranir hafi verið í rekstrinum tengt auknum orku- og flutningskostnaði til framleiðslunnar. Segir ennfremur að yfir 90% af kostnaði við heitavatnframleiðslu séu orkukaup og hefur síhækkandi orkukostnaður óumflýjanlega bitnað á viðskiptavinum fyrirtækisins í Eyjum.

„HS Veitur hafa bent á mikilvægi þess að yfirvöld komi enn betur til móts við þá sem búa á köldum svæðum á Íslandi. Er því fagnaðarefni að umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið hefur brugðist við einni af tillögum HS Veitna um aðgerðir og auglýst í stjórnartíðindum að frá og með 1. október hækki niðurgreiðslur í Vestmannaeyjum um 45,7 % eða úr 201,06 kr./m3 í 293 kr./m3.

Mega viðskiptavinir okkar í Vestmannaeyjum sem fá slíka niðurgreiðslu eiga von á því að hærri niðurgreiðsla skili sér í reikningagerð fyrir notkun októbermánaðar, þ.e. í reikningum sem berast í nóvember nk.“ segir í tilkynningu HS Veitna.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.