„Fyrsta en jafnframt ekki síðasta ljósagangan var farin í kvöld uppá Eldfell og hátt í 100 manns mættu. Stjórn Krabbavarnar þakkar öllum þeim sem tóku þátt í göngunni fyrir að mæta og sýna hluttekningu. Takk elsku Vestmannaeyingar fyrir allan þann hlýhug sem þið berið til félagsins og til þeirra sem sækja stuðning til félagsins,“ segir Kristín Valtýsdóttir í stjórn Krabavarnar á Fésbókarsíðu sinni í kvöld.
Ljósagangan er helguð fólki sem fengið hefur krabbamein, sýna þeim samstöðu og að þau standa ekki ein. Óskar Pétur lét sig ekki vanta og tók þessar myndir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst