Leikritið Dýrin í Hálsaskógi var frumsýnt á dögunum hjá Leikfélagi Vestmannaeyja.
Frumsýningin gekk mjög vel að sögn Ingveldar Theodórsdóttur, ein af stjórnendum leikfélagsins.
,,Allir stóðu sig frábærlega, Agnes Emma leikstjóri vann gott starf með öllum og gaman er að fá svona ungan leikstjóra til starfa hjá okkur”.
Þrír voru gerðir að heiðursmeðlimum leikfélagsins, það voru þær Drífa Þöll Arnardóttir og Sigríður Diljá Magnúsdóttir en þær hafa séð um leikskrá leikfélagsins í fleiri fleiri ár og hafa báðar stigið oft á svið með félaginu. Ingveldur Theodórsdóttir var einnig gerð að heiðursmeðlimi en hún gekk til liðs við leikfélagið fyrir nærri 27 árum og hefur hún einnig oft stigið á svið, og leikur einmitt ömmu mús í Dýrin í Hálsaskógi sem er í sýningu, sem og að vera í stjórn eins og fram hefur komið.
Uppselt hefur verið á sýningarnar framan að, en næstu sýningar verða sem hér segir:
Laugardaginn 2. nóvember kl. 15.
Sunnudaginn 3. nóvember kl. 15.
Laugardaginn 9. nóvember kl. 15.
Sunnudaginn 10. nóvember kl. 15.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst