Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi í Ásgarði í dag
3. nóvember, 2024
Listi D Sudurkj 24
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Fjórir efstu frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, þau Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Vilhjálmur Árnason þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins mæta í Ásgarð í dag klukkan 16.00 og fara þar yfir áherslur sínar og flokksins í komandi þingkosningum.  En með Guðrúnu verða þau Ingveldur Anna Sigurðardóttir varaþingmaður og lögfræðingur, sem skipar þriðja sætið og Gísli  “okkar” Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn í Eyjum og skipar fjórða sætið á lista flokksins í suðurkjördæmi.

Það brennur ýmislegt á þeim sem þau hlakka mikið til að fjalla um, en ekki síður hlakka þau til að hitta á Eyjamenn og heyra frá þeim hvaða áherslur og hvaða sýn þeir hafa á framtíð Eyjanna og framtíð lands og þjóðar.

Komdu í kaffi, konfekt og kex og taktu þátt í opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í Ásgarði klukkan fjögur í dag – það eru allir hjartanlega velkomnir, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.