Viggó áfram með ÍBV
Viggo Ibvsport
Viggó Valgeirsson. Ljósmynd/ibvsport.is

Eyjamaðurinn Viggó Valgeirsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Í tilkynningu á vefsíðu ÍBV segir að fréttirnar séu mikið gleðiefni enda var Viggó meðal bestu ungu leikmanna Lengjudeildarinnar 2024.

Viggó er 18 ára miðjumaður sem hefur leikið með ÍBV upp alla yngri flokkana. Hann er góður félagsmaður og tryggði sér sæti í byrjunarliði ÍBV þegar leið á tímabilið. Fyrsti leikur hans í byrjunarliði ÍBV í deildarkeppni var gegn Fram undir lok tímabilsins 2023 á Hásteinsvelli í Bestu deildinni en fyrr á því tímabili hafði hann komið inn á sem varamaður gegn FH í Kaplakrika.

Fékk Fréttabikarinn í lok tímabils

Fyrstu leikir Viggós í meistaraflokki komu með KFS er hann lék 12 leiki í bakvarðarstöðunni hjá liðinu 2022 þegar liðið endaði í 6. sæti 3. deildar karla. Í sumar lék Viggó í 18 af 22 leikjum ÍBV í Lengjudeildinni, hann lék í 10 af 11 sigurleikjum liðsins í deildinni, en 11 sigurleikir auk sex jafntefla nægðu liðinu til að vinna deildina. Viggó fékk Fréttabikarinn í lok tímabils en þann bikar hlýtur efnilegasti leikmaður ÍBV ár hvert.

Knattspyrnuráð fagnar því að Viggó vilji vera áfram hjá ÍBV og vonar að hann haldi áfram að vinna sér inn stærra og stærra hlutverk í liðinu á hverju tímabili, segir jafnframt í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.