Þingmannsefnin fengu skýr skilaboð frá Eyjamönnum
13. nóvember, 2024
Frá fundinum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Í kvöld fór fram framboðsfundur í Höllinni. Að fundinum stóðu Vestmannaeyjabær, Eyjafréttir og Tígull. Í pallborði voru fulltrúar allra framboða sem bjóða fram í Suðurkjördæmi. Á annað hundruð Eyjamenn mættu á fundinn og var spurningum beint til frambjóðenda frá skipuleggjendum fundarins og úr sal.  Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða.

Ályktun

Fundarmenn gera þá lágmarkskröfu til Alþingis að tryggja það að ríkið muni sjá til þess að grunninnviðir í Vestmannaeyjum verði tryggðir.

Til að tryggja ofangreint þarf ríkið að:

  1. Fjármagna almannavarna-vatnslögn til Vestmannaeyja.
  2. Ljúka  við framkvæmd Landeyjahafnar svo hægt sé að sigla í höfnina allt árið.
  3. Byggja upp viðlegukant á Eiðinu norðanverðu. Með slíkri framkvæmd er tryggð svokölluð flóttaleið komi til almannavarnarástands sem kalli á flutning bæjarbúa frá Vestmannaeyjum, líkt og gerðist árið 1973.
  4. Styrkja flug til Eyja að lágmarki 6 mánuði á ári.
  5. Klára að lágmarki fyrsta fasa rannsókna á jarðlögum á Heimaey, strax á næsta ári, líkt og starfshópur á vegum innviðaráðherra um fýsileika jarðgangna milli lands og Eyja leggur til.

 

Hér að neðan má sjá upptöku og myndasyrpu frá fundinum.

Oddvitar Hopmynd 20241113 192740
Fulltrúar flokkanna að fundi loknum.
Play Video
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst