,,Hjá Hafnareyri hef ég fyrst og fremst unnið með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki sem er tilbúið að búa til verðmæti á hverjum degi fyrir samfélagið okkar,“ sagði Trausti Hjaltason fráfarandi framkvæmdastjóri Hafnareyrar sem Vinnslustöðin á og rekur.
„Það eru forréttindi að fá að vinna með svona öflugu fólki og síðustu rúmu sjö ár hafa verið skemmtileg og lærdómsrík. Við erum heppin að hafa svona mörg öflug og sterk fyrirtæki í Eyjum. Sem eru tilbúin að stökkva til og vinna saman þegar á þarf að halda. Samstæða Vinnslustöðvarinnar hefur verið að eflast enn frekar undanfarin ár og hef ég tröllatrú á að fyrirtækinu muni áfram vegna vel,” sagði Trausti sem kvaddi Hafnareyri á mánudaginn. Hann hefur verið ráðinn til Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og byrjar þar næsta mánudag.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.