Íbúafundur í dag
11. desember, 2024
Mynd Baðlón Og Hótel á Skanshöfða
Gert er ráð fyrir allt að 1.500 m2 baðlóni ásamt 2.300 m2 þjónustubyggingu með veitingastað fyrir allt að 50 gesti.

Í dag verður haldinn íbúafundur í Ráðhúsi Vestmannaeyja vegna fyrirhugaðar uppbyggingar á Skansinum.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember sl. að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035
Ásamt umhverfisskýrslu og tillögu að nýju deiliskipulagi við Skans og Skanshöfða vegna áforma um uppbyggingu baðlóns og hótels.

Gert er ráð fyrir allt að 1.500 m2 baðlóni ásamt 2.300 m2 þjónustubyggingu með veitingastað fyrir allt að 50 gesti. Einnig er gert ráð fyrir allt að 90 herbergja hóteli á 4 hæðum sem snýr að Klettsvík í hlíðum Skanshöfða. Gert er ráð fyrir að lónið verði hitað með varmadælum sem nýta jarðsjó.

Íbúafundurinn hefst klukkan 17:30 og er eins og áður segir í Ráðhúsi Vestmannaeyja.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.