Siglt til Landeyjahafnar
13. desember, 2024
landeyjah_her_nyr
Herjólfur siglir inn Landeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Herjólfur ohf. hefur gefið út áætlun fyrir næstu daga. Í tilkynningu nú í morgunsárið segir:

Föstudaginn 13.desember og laugardaginn 14. Desember.

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar samkvæmt almennri áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00, 09:30,12:00,14:30,17:00,19:30 og 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl 08:15, 10:45,13:15,15:45,18:15,20:45 og 23:15.

Við viljum góðfúslega benda farþegum Herjólfs sem ætla sér að ferðast með okkur seinni part laugardags að spá gefur til kynna hækkandi ölduhæð þegar líða tekur á kvöldið. Að því sögðu hvetjum við farþega sem þurfa að ferðast að gera það  fyrr en seinna ef mögulegt er.

Sunnudaginn 15.desember og mánudaginn 16. Desember.

Hvað varðar siglingar fyrir sunnudag og mánudag þá viljum við góðfúslega benda farþegum okkar á að bæði veður- og ölduspá gefa til kynna að aðstæður til siglinga eru ekki hagstæðar til Landeyjahafnar.

Ef sigla þarf til Þorlákshafnar verður það gefið út um leið og það liggur fyrir en í síðasta lagi fyrir kl 06:00 sunnudagsmorguninn. Þeir farþegar sem ætla sér að ferðast með okkur þessa daga eru hvattir til þess að fylgjast vel með miðlum okkar ef gera þarf breytingu á áætlun.

Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst