Ekki orðið við óskum um hitalagnir
13. desember, 2024
Gras Hasteinsvollur 20241210 152457
Byrjað er að fjar­lægja grasið af Há­steinsvelli. Lagt verður gervi­gras á völl­inn fyr­ir næsta tíma­bil en verk­inu á að vera lokið fyr­ir 1. maí. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Bæjarráð tók fyrir hitalagnir undir Hásteinsvöll á fundi sínum fyrr í vikunni. ÍBV-íþróttafélag óskaði eftir aukafjárveitingu, 20 m.kr., til að fjármagna hitalagnir undir gervigrasið sem lagt verður á Hásteinsvöll fyrir næsta sumar. Bæjarráð ákvað að fresta formlegri ákvörðun til næsta fundar bæjarráðs í því skyni að funda með fulltrúum ÍBV til að fara yfir gögn um framkvæmdina.

Sá fundur var haldinn þann 4. desember sl. og á þeim fundi fóru forsvarsmenn félagsins yfir sín gögn. Fulltrúar í bæjarráði fóru yfir kostnað við lagningu og rekstur hitalagna undir gervigrasið. Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði er heildarkostnaður við hitalagnir sem tengjast inn á kerfi HS Veitna áætlaður 85 m.kr. og að auki er árlegur rekstrarkostnaður áætlaður 60 m.kr. Heildarkostnaður við hitalagnir sem yrðu tengdar varmadælu er áætlaður 265 m.kr. og árlegur rekstrarkostnaður um 30 m.kr.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu. Í ljósi mikils kostnaðar við hitalagnir og rekstur á þeim telur bæjarráð ekki ástæðu til að breyta þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið varðandi gervigras á Hásteinsvöll án hitalagna. Markmiðið með framkvæmdinni er að lengja tímabilið og auka nýtingu vallarins hvern dag svo fleiri iðkendur geti æft og keppt á honum stóran hluta ársins. Samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði verður ekki annað séð en að það markmið náist. Gervigras og flóðlýsing á Hásteinsvöll mun stórbæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Vestmannaeyjum. Á árunum 2024-2026 er gert ráð fyrir 280 m.kr. m.v. verðlag þessa árs í framkvæmdina, segir í niðurstöðu ráðsins.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst