Jólahátíðin - spurt og svarað

Í aðdraganda jóla höfum við rætt við nokkra íbúa í Vestmannaeyjum um hvernig þau undirbúa hátíðarnar, við ræddum við Hjördísi Halldórsdóttur, þar sem hún deilir sínum uppáhalds hefðum og jólaminningum.

Nafn? Hjördís Halldórsdóttir

Fjölskylda? Maðurinn minn heitir Þorgils Orri. Við eigum tvö börn, Helenu Rún og Halldór Orra.

Hvernig leggjast jólin í þig? Bara alveg svakalega vel. Er mjög spennt að halda jólin hérna í Eyjum.

Fer mikill undirbúningur í jólin hjá þér? Já myndi segja að það væri alltaf skemmtilega mikill undirbúningur fyrir jólin.

Ertu með jólahefð? Skemmtilegasta hefðin hjá okkur finnst mér vera Þorláksmessukvöld. Þá höfum við pizzupartý og skreytum svo jólatréð.

Hvert er þitt uppáhalds jólalag? Fairytale of New York.

Hvað er í matinn hjá þér á aðfangadag? Alltaf hamborgarhryggur.

Hvað stendur upp úr á jólunum? Samvera með fjölskyldu, gleðin/spennan hjá krökkunum og góður matur.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.