Ragna Sara áfram með ÍBV
17. janúar, 2025
Marki fagnað. Ljósmynd/ibvsport.is

Eyjakonan Ragna Sara Magnúsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um tvö ár, hún hefur verið lykilmaður hjá liðinu síðustu ár eða allt frá því að hún vann sér fast sæti í byrjunarliðinu árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

Ragna, sem er fædd árið 2003, er uppalin hjá ÍBV og lék með öllum yngri flokkum félagsins, fyrsta leik sinn í deildarkeppni með meistaraflokki spilaði hún árið 2018 þegar hún kom inn á sem varamaður gegn HK/Víkingi. Ragna hefur leikið landsleiki fyrir U17 ára og U19 ára landsliðin.

Samtals hefur Ragna leikið 90 KSÍ leiki fyrir ÍBV, þar af 61 í efstu deild. Ragna er nú við nám erlendis en mikið gleðiefni er fyrir ÍBV að hún velji að leika áfram með liðinu. Bræður Rögnu, Heiðmar Þór og Sigurður Arnar, léku með KFS og ÍBV á síðustu leiktíð en Sigurður er eins og Ragna í námi í Bandaríkjunum og hefur hann átt frábært tímabil með háskólaliði sínu Ohio State.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.