Aftur tap gegn Val
Yllka Shatri komin í gegn. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

ÍBV og Valur mættust öðru sinni í þessari viku í Eyjum. Í dag var um deildarleik að ræða en á fimmtudaginn slógu þær rauðklæddu lið ÍBV úr bikarkeppninni. Íslands- og bikar­meist­ar­arnir héldu uppteknum hætti í dag og fóru leikar þannig að Valur vann með 10 mörkum, 32-22, en liðið náði öruggri forystu strax í fyrri hálfleik og leiddu í leikhlé 18-9.

Valur er á toppnum með 28 stig en liðið hefur aðeins tapað einum leik á tíma­bil­inu. ÍBV eru áfram í næst­neðsta sæti deildarinnar með aðeins sex stig. Brit­ney Cots var markahæst ÍBV með 7 mörk og Sunna Jóns­dótt­ir skoraði 3.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.