Það var mikil dramantík í bikarleik ÍBV og FH sem háður var í Eyjum í dag. Knýja þurfti fram úrslit með vítakeppni, eftir tvíframlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 33-33 og enn var jafnt efir tvær framlengingar. Í vítakeppninni varði Petar Jokanovic tvö af fimm vítum FH-inga og skoruðu Eyjamenn úr sínum fjórum vítaköstum og tryggðu sig þannig í undanúrslit bikarkeppninnar.
Atkvæðamestir í markaskorun hjá ÍBV voru þeir Sigtryggur Daði Rúnarsson með 11 mörk, Dagur Arnarsson skoraði 10 og Daniel Esteves Vieira setti 8. Peter Jokanovic varði 15 bolta. Glæsileg frammistaða hjá Eyjaliðinu.
