Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari og fuglaáhugamaður fylgist vel með fuglalífinu. Þetta hefur hann gert í að verða þrjá aldarfjórðunga, og tók hann við keflinu af föður sínum sem einnig hafði haft sömu iðju uppi í áratugi.
Í ferð sinni austur á Eyju í morgun tók Sigurgeir upp kíkinn til að kanna bergið í Ystakletti. Viti menn, þar sá hann svartfuglinn sestan upp. Sigurgeir sá svartfugla sitja á þremur til fjórum sillum rétt austur af Klettshelli. „Það stóðu tveir fuglar með bringuna fram, sem er fátítt. Yfirleitt snúa þeir bringunni að berginu,” segir hann í samtali við vefsíðu Vinnslustöðvarinnar.
Svartfuglinn er ekki einungis einn af boðberum vorsins heldur gefur hann einnig góð fyrirheit um að loðnan sé að nálgast landið. Sigurgeir hefur haldið dagbækur svo áratugum skiptir og skráir meðal annars hjá sér hvenær svartfugl sest upp í bergið í Ystakletti. Það gerist venjulega nálægt miðjum febrúar og má því segja að fuglinn sé nokkurnveginn á réttu róli núna.
„Hvar er leitarskipið?” spurði Sigurgeir í samtalinu við fréttaritara VSV. „Þeir þurfa ekki að leita nema frá Hornafirði til Eyja að loðnunni,” bætir hann við en í gegnum tíðina hefur loðnu orðið vart fljótlega eftir að svartfuglinn er sestur upp. „Flotinn var oft að veiðum suður af Eyjum inn af Elliðaey u.þ.b. viku eftir að fuglinn settist upp.”
Hávarður Sigurðsson er annar glöggur fuglaáhugamaður. Við heyrðum í honum einnig um hvort hann hafi séð svartfuglinn. „Já, þetta passar ég sá að hann var kominn í Klettinn í dag,” segir hann í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn.
Það verður því spennandi að fylgjast með loðnumælingum næstu dagana við sunnan vert landið.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.