Örstuttri loðnuvertíð að ljúka - myndband
Gullberg við komuna í morgun. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka. Íslenskar útgerðir fengu úthlutað 4.435 tonnum. Af því er VSV (og Huginn) með 546 tonn. Gullberg VE kom í morgun með þessi tonn að landi og nú er verið að frysta aflann. Þó að kvótinn sé mjög lítill er hann kærkominn þar sem ekki var gefinn út neinn loðnukvóti í fyrra. Þetta segir í frétt á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar.

Jón Atli Gunnarsson var skipstjóri í veiðiferðinni og ræddi Halldór B. Halldórsson við hann við komuna til Eyja snemma í morgun. Viðtalið má sjá hér að neðan. Myndirnar tók Óskar Pétur Friðriksson við komu Gullbergs í morgun.

Play Video

Nýjustu fréttir

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.