Ekkert siglt í dag
Herjólfur á leið til Eyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Því miður er ófært til Þorlákshafnar vegna veðurs og sjólags og falla því niður allar siglingar í dag. Þ.e. ferðir frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. sem sen var út snemma í morgun.

Þar segir ennfremur að þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá símtal frá fulltrúum fyrirtækisins til þess að færa bókun sína. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga, vonum við að því sé sýndur skilningur.

Varðandi siglingar á morgun, mánudaginn 3.mars, verður gefin út tilkynning í síðasta lagi fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Við viljum jafnframt vekja athygli farþega á að samkvæmt veður- og sjólags­spá eru aðstæður til siglinga á mánudagsmorgun ekki hagstæðar, segir að endingu í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.