Fyrir síðasta fundi bæjarstjórnar lá fyrir afgreiðsla frá stjórn Eyglóar ( eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum) sem samþykkt var á stjórnarfundi 13. mars sl.
Í afgreiðslunni segir: „Stjórn Eyglóar samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að eignir Eyglóar verði auglýstar til sölu og að stjórn félagsins fái umboð til þess að ganga frá fyrirvörum og skilyrðum sem stjórn telur eðlilegt að setja við slíkt útboð. Stjórn félagsins leggur mat á þau tilboð sem berast í kjölfar útboðs og leggur niðurstöðu sína fyrir bæjarstjórn til samþykktar.”
Tillaga stjórnar Eyglóar var samþykkt sem níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. Er þetta lagt til í kjölfar þess að viðræðum á milli félagsins og Mílu var hætt fyrr á árinu þar sem ekki voru forsendur til að halda málsmeðferð áfram í því samrunamáli sem samkeppnieftirlitið hafði til meðferðar.
Sjá nánar: Falla frá sölu á Eygló – Eyjafréttir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst