Í aðdraganda ferminganna höfum við rætt við nokkur fermingarbörn um undirbúninginn fyrir stóra daginn. Í dag kynnum við Breka Þór Finnsson, sem deilir með okkur sínum hugmyndum og væntingum fyrir ferminguna.
Fjölskylda: Móðir er María Erna Jóhannesdóttir og faðir er Finnur Freyr Harðarsson. Ég á einn eldri bróðir sem heitir Leó Snær Finnsson.
Hver eru þín helstu áhugamál? Það eru tónlist og fótbolti.
Fermingadagur? Laugardagurinn 17. maí.
Hvernig hefur undirbúningurinn fyrir ferminguna gengið? Bara vel sko, mamma sér um mest.
Af hverju ákvaðst þú að fermast? Almenn skynsemi.
Ertu spenntur eða stressaður fyrir deginum? Ég er spenntur og smá stressaður, því mamma vil að ég spili lag í veislunni.
Hvernig verður dagurinn hjá þér? Fyrst fermist ég í Landakirkju og svo verður veislan í Suðureyjakrónni.
Ertu búin að velja fermingarfötin þín? Nei við erum ekki búin að ákveða alveg með það.
Er eitthvað sérstakt á óskalistanum hjá þér í fermingargjöf? Bara pening mynd ég segja, er að safna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst