Í síðasta mánuði var embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum auglýst laust til umsóknar eftir að Karl Gauti Hjaltason tók sæti á Alþingi.
Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu sóttu þrír um embættið. „Umsækjendur um setningu í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum voru eftirfarandi: Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Sverrir Sigurjónsson, landsréttarlögmaður, Vilborg Þ.K. Bergman, lögfræðingur.”
Í svari ráðuneytisins til Eyjafrétta er þess getið að dómsmálaráðuneytið stefni að setningu í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum fyrir næstu mánaðarmót.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst