Eyjakonan sem stýrir röntgendeild HSU
Veit fátt betra en handavinnu og bókalestur :: Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir, deildarstjóri röntgendeildar HSU í viðtali
27. mars, 2025
Alla Skarp HSU N
Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir. Ljósmynd/hsu.is

Geislafræðingurinn Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir er deildarstjóri röntgendeildar HSU þar sem hún stýrir öflugu teymi níu sérfræðinga. Aðalbjörg er fædd og uppalin í Eyjum og sneri þangað aftur til að vinna sem geislafræðingur og ala upp börnin þrjú að námi loknu áður en hún hélt aftur upp á meginlandið og starfar í dag hjá HSU á Selfossi. Aðalbjörg veit fátt betra en handavinnu og bókalestur sem hún nýtur gjarnan á hljóðbókaformi í göngutúrum. Í viðtali á vefsíðu HSU segir hún að starfsfólkið sé það besta við vinnustaðinn og stýrir öflugu teymi níu sérfræðinga.

KRÖFTUGT TEYMI
Hjá röntgendeild HSU starfar kröftugur hópur í fremstu röð. Á Selfossi eru sex geislafræðingar og einn nemi og í Vestmannaeyjum eru tveir geislafræðingar. Hjá heilsugæslu HSU á Höfn eru hjúkrunarfræðingur og læknir sem sjá um röntgenmyndatökur þar. Teymið sér um að taka röntgen- og tölvusneiðmyndir í umdæminu, sem telur um 30 þúsund manns og spannar um þriðjung Íslands. Þrjú röntgentæki og tvö tölvusneiðmyndatæki skiptast milli bæjarfélaganna í Eyjum, á Höfn og Selfossi.

ÞINN VERKAHRINGUR?
,,Í mínum verkahring eru að hafa umsjón með daglegum rekstri myndgreiningardeildar eins og röntgendeildin heitir formlega. Það felur meðal annars í sér að stilla upp vaktaplönum og hafa umsjón með mönnun á starfsfólki. Einnig sinni ég daglegri vinnu og geng vaktir á deildinni hérna á Selfossi.”

BEST VIÐ VINNUSTAÐINN?
,,Það besta við vinnustaðinn er auðvitað samstarfsfólkið. Hér vinnur flott og gott starfsfólk.”

HVAÐAN ERTU?
,,Ég fæddist í Vestmannaeyjum 5. janúar 1976 og eftir hefðbundna skólagöngu í Eyjum útskrifaðist ég með stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum þar og seinna sem geislafræðingur frá Tækniháskóla Íslands vorið 2004.”

FYRRI STÖRF?
,,Ég starfaði við ýmislegt meðfram skóla og vann til dæmis í fiskvinnslu, sjoppu, félagsmiðstöð og ÁTVR. Svo var ég einnig flokksstjóri í unglingavinnunni í Eyjum. En ef ég þyrfti að velja eitthvað annað en það sem ég fæst við í dag þá yrði eitthvað tengt handavinnu fyrir valinu.”

HVERS VEGNA GEISLAFRÆÐINGUR?
,,Mér fannst starfið áhugavert strax við fyrstu kynni og það hjálpaði líka til að það var auðvelt að fá vinnu við það. Þetta námsval mitt var því fremur einfalt. Ég vissi að það var vöntun á geislafræðingum, sérstaklega í Eyjum þaðan sem ég er. Þar af leiðandi taldi ég miklar líkur á að geta snúið heim að loknu námi með fjölskylduna mína og geta alið börnin mín upp í Eyjum. Eftir að hafa sjálf alist upp þar og vitandi hvað það er gott að vera þar, þá var það auðveld ákvörðun að fara heim eftir nám og þetta gekk allt saman eftir.”

FJÖLSKYLDUHAGIR?
,,Ég er gift Magnúsi Inga Eggertssyni húsasmíðameistara, sem starfar í dag sem verkstjóri hjá Þjónustumiðstöð Árborgar. Við eigum þrjú börn og hund.”

LÍFIÐ EFTIR VINNU?
,,Helstu áhugamál mín eru handavinna, einkum prjón og hekl. Ég les mikið og hlusta á hljóðbækur. Er yfirleitt með bók í eyrunum í göngutúrum og svo er Kindle-rafbókin mín aldrei langt undan. Einnig finnst mér gaman í góðum göngutúrum, sérstaklega þegar veðrið er gott.”

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst