Blítt og létt hópurinn heldur fyrsta Eyjakvöld vetrarins í Höllinni föstudaginn 15.nóv kl. 21:00
Í vetur ætlum við að gera Þjóðhátíðarlögunum góð skil og verður bókin hennar Laufeyjar Jörgens til sölu í Höllinni.
Guðjón Weihe á 8 Þjóðhátíðarlaga-texta og munum við flytja 3 þeirra á föstudagskvöldið.
Nú verður nóg pláss þar sem við verðum í Höllinni hjá Hödda og textunum verður varpað á RISA-skjá – þar sem allir syngja með.
Ekki missa af þessu tækifæri því næsta Eyjakvöld verður svo í byrjun febrúar.
Það má með sanni segja að Gauja hafi ratast rétt orð á munn þegar hann kvað: “Eyjalögin enn á ný – efla náin kynni”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst